Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 12:12 Skipuleggjandi segir von á mikilli stemningu um helgina. Myndin er frá árinu 2019. vísir/vilhelm Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“ Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“
Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira