„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 13. júlí 2023 15:14 Magnús Tumi Guðmundsson er viss um að ekki verði breytingar á rennsli hraunsins við Litla Hrút. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. „Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
„Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira