Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem mun ekki greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Ökumaðurinn var einn um borð í bifreiðinni sem fór út af Þrengslavegi, valt nokkrar veltur og lenti utan vegar. Hann var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Veginum um Þrengsli var lokað um tíma á meðan vinna á vettvangi stóð yfir. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.