Chelsea íhugar tilboð í Neymar Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 08:30 Neymar er mögulega á leið til Chelsea. Vísir/Getty Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Chelsea í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa yfirgefið liðið og þeir Christopher Nkunku og Nicolas Jackson bæst í leikmannahópinn. Nú gæti risastjarna verið á leið til Lundúnafélagsins. Franski miðillinn Le Parisen greinir frá því í dag að Chelsea sé alvarlega að íhuga tilboð í brasilísku stórstjörnuna Neymar. Forráðamenn Chelsea hafa fylgst með stöðu hans hjá PSG og eru klárir með tilboð ef Neymar sjálfur óskar eftir að yfirgefa Parísarliðið. Hvort PSG er tilbúið að selja Neymar er óljóst. Hann hefur oft og mörgum sinnum verið orðaður við brottför frá félaginu og oftar en ekki hefur Chelsea verið nefnt sem mögulegur áfangastaður. Síðasta tímabil var erfitt fyrir Neymar. Hann var mikið meiddur og lék sinn síðasta leik þann 19. febrúar síðastliðinn. Hann þurfti á endanum að fara í aðgerð á fæti en skilaði samt sem áður 18 mörkum og 17 stoðsendingum í þeim tuttugu og sjö leikjum sem hann spilaði. Neymar er orðinn þrjátíu og eins árs gamall og er með samning við PSG þar til sumarið 2025. Ef hann yfirgæfi PSG fyrir Chelsea myndi hann hitta fyrir gamla knattspyrnustjóra sinn Mauricio Pochettino sem tók við stöðunni hjá Chelsea nú í sumar. Franski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Franski miðillinn Le Parisen greinir frá því í dag að Chelsea sé alvarlega að íhuga tilboð í brasilísku stórstjörnuna Neymar. Forráðamenn Chelsea hafa fylgst með stöðu hans hjá PSG og eru klárir með tilboð ef Neymar sjálfur óskar eftir að yfirgefa Parísarliðið. Hvort PSG er tilbúið að selja Neymar er óljóst. Hann hefur oft og mörgum sinnum verið orðaður við brottför frá félaginu og oftar en ekki hefur Chelsea verið nefnt sem mögulegur áfangastaður. Síðasta tímabil var erfitt fyrir Neymar. Hann var mikið meiddur og lék sinn síðasta leik þann 19. febrúar síðastliðinn. Hann þurfti á endanum að fara í aðgerð á fæti en skilaði samt sem áður 18 mörkum og 17 stoðsendingum í þeim tuttugu og sjö leikjum sem hann spilaði. Neymar er orðinn þrjátíu og eins árs gamall og er með samning við PSG þar til sumarið 2025. Ef hann yfirgæfi PSG fyrir Chelsea myndi hann hitta fyrir gamla knattspyrnustjóra sinn Mauricio Pochettino sem tók við stöðunni hjá Chelsea nú í sumar.
Franski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira