Innlent

„Við vonumst eftir því að fá rigningu“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkvistörf við Litla-Hrút í gær.
Slökkvistörf við Litla-Hrút í gær. Vísir/Arnar

Slökkvi­lið Grinda­víkur var við slökkvi­störf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins lánaði vatns­tank til verksins og Bruna­varnir Suður­nesja hafa séð um sjúkra­flutninga­vakt á svæðinu.

Að sögn Daníels Karls­sonar, varð­stjóra hjá slökkvi­liði Grinda­víkur var unnið að því að slökkva eld við göngu­stíg að gosinu fram á nótt. Eins og fram hefur komið er gossvæðið lokað og verður fram á helgi vegna mikillar mengunar, meðal annars af völdum gróður­elda.

„Við vonumst eftir því að fá rigningu,“ segir Daníel. Hann segir slökkvi­störf hafa gengið vel en ljóst er að um mikið verk­efni er að ræða. Slökkvi­stjóri í Grinda­vík sagði í sam­tali við frétta­stofu í gær mikið í húfi.

Ekki hafi sést svo miklir gróður­eldar áður vegna gosa á Reykja­nesi. Bruna­röndin var í gær orðin fimm kíló­metrar að lengd og sagðist slökkvi­liðs­stjóri óttast að hætta yrði á því að hálft Reykja­nesið yrði eldi að bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×