Ashley Graham klæddist kjól frá Hildi Yeoman: „Hún ber nafnið mitt rétt fram“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. júlí 2023 11:04 Ashley hefur augljóslega góðan smekk þegar kemur að fallegum flíkum. Bandaríska ofurfyrirsætan Ashley Graham er mikill aðdáandi íslenska fatahönnuðarins Hildar Yeoman en hún mætti í spjallþáttinn Live with Kelly and Mark í glæsilegum kjól eftir Hildi. Þátturinn var sýndur í gærkvöldi en hann nýtur gríðarlegra vinsælda. Hægt er að sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kjóllinn heitir Wave og er í mynstri sem kallast Neon Pearl og geta áhugasamar nálgast hann hér. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Graham er augljóslega í skýjunum með flíkina og birtir ófáar myndir af sér í kjólnum á Instagram-síðu sinni. Í einu myndskeiðinu sést hún snúa sér í hring og tilkynna að kjóllinn sé úr smiðju Hildar Yeoman. View this post on Instagram A post shared by Hilduryeoman (@hilduryeoman) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Graham klæðist hönnun eftir Hildi en hún er ekki ókunnug Íslandi því árið 2018 heimsótti Graham landið. Graham er með rúmlega 21 milljón fylgjenda á samfélagsmiðli sínum og því óhætt að segja að um ágætis auglýsingu fyrir Hildi sé að ræða. Sjálf segist Hildur þetta vera draumi líkast. Hildur segir það gríðarlegan heiður að fá að klæða stórstjörnuna. „Ég hef verið mikill aðdáandi Ashley Graham í mörg ár,“ segir Hildur í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Ég hitti Ashley fyrir nokkrum árum þegar hún kom til Íslands og ég er í góðu sambandi við stílistann hennar sem þekkir brandið mjög vel. Sem er ótrúlega skemmtilegt. Að mínu mati er Ashley ein helsta talskona fyrir jàkvæða líkamsímynd sem uppi hefur verið og hefur gríðarlega mikil áhrif í bransanum. Það er til að mynda til Barbie dúkka sem er gerð eftir henni. Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að klæða hana. Við höfum verið að gera flíkur fyrir konur í öllum stærðum og gerðum frá því að ég startaði merkið mitt. Klæðist nánast eingöngu eigin hönnun Við erum oft að klæða konur fyrir sérstök tilefni, brúðkaup, afmæli, útskrift og fleira. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að sem flestar konur geti fundið flík hjá okkur sem þeim líður vel í og sem þeim líður sem glæsilegst í. Þess vegna gerum við flíkur frá xs-xxl í ýmsum mismunandi sniðum. Við gerð flíkanna þá mátum við þær á mismunandi stærðum og aðlögum sniðin svo þau henti sem best. Ég nota sjálf flíkur í L-XL og klæðist nánast eingöngu minni hönnun. Magnaður stuðningur Þetta er í raun magnaður stuðningur sem hún sýnir mér með það að auglýsa brandið í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og með því að pósta um þetta á sínum miðlum. Svo ber hún meira að segja nafnið mitt rétt fram sem mér finnst ótrúlega vel af sér vikið.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hélt villt sumarpartý í rigningu Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í sannkallað sumarpartý um helgina en hún er ein af þeim fjöldamörgu listamönnum sem tóku þátt í HönnunarMars. 8. maí 2023 21:02 Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þátturinn var sýndur í gærkvöldi en hann nýtur gríðarlegra vinsælda. Hægt er að sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kjóllinn heitir Wave og er í mynstri sem kallast Neon Pearl og geta áhugasamar nálgast hann hér. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Graham er augljóslega í skýjunum með flíkina og birtir ófáar myndir af sér í kjólnum á Instagram-síðu sinni. Í einu myndskeiðinu sést hún snúa sér í hring og tilkynna að kjóllinn sé úr smiðju Hildar Yeoman. View this post on Instagram A post shared by Hilduryeoman (@hilduryeoman) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Graham klæðist hönnun eftir Hildi en hún er ekki ókunnug Íslandi því árið 2018 heimsótti Graham landið. Graham er með rúmlega 21 milljón fylgjenda á samfélagsmiðli sínum og því óhætt að segja að um ágætis auglýsingu fyrir Hildi sé að ræða. Sjálf segist Hildur þetta vera draumi líkast. Hildur segir það gríðarlegan heiður að fá að klæða stórstjörnuna. „Ég hef verið mikill aðdáandi Ashley Graham í mörg ár,“ segir Hildur í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Ég hitti Ashley fyrir nokkrum árum þegar hún kom til Íslands og ég er í góðu sambandi við stílistann hennar sem þekkir brandið mjög vel. Sem er ótrúlega skemmtilegt. Að mínu mati er Ashley ein helsta talskona fyrir jàkvæða líkamsímynd sem uppi hefur verið og hefur gríðarlega mikil áhrif í bransanum. Það er til að mynda til Barbie dúkka sem er gerð eftir henni. Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að klæða hana. Við höfum verið að gera flíkur fyrir konur í öllum stærðum og gerðum frá því að ég startaði merkið mitt. Klæðist nánast eingöngu eigin hönnun Við erum oft að klæða konur fyrir sérstök tilefni, brúðkaup, afmæli, útskrift og fleira. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að sem flestar konur geti fundið flík hjá okkur sem þeim líður vel í og sem þeim líður sem glæsilegst í. Þess vegna gerum við flíkur frá xs-xxl í ýmsum mismunandi sniðum. Við gerð flíkanna þá mátum við þær á mismunandi stærðum og aðlögum sniðin svo þau henti sem best. Ég nota sjálf flíkur í L-XL og klæðist nánast eingöngu minni hönnun. Magnaður stuðningur Þetta er í raun magnaður stuðningur sem hún sýnir mér með það að auglýsa brandið í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og með því að pósta um þetta á sínum miðlum. Svo ber hún meira að segja nafnið mitt rétt fram sem mér finnst ótrúlega vel af sér vikið.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hélt villt sumarpartý í rigningu Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í sannkallað sumarpartý um helgina en hún er ein af þeim fjöldamörgu listamönnum sem tóku þátt í HönnunarMars. 8. maí 2023 21:02 Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hélt villt sumarpartý í rigningu Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í sannkallað sumarpartý um helgina en hún er ein af þeim fjöldamörgu listamönnum sem tóku þátt í HönnunarMars. 8. maí 2023 21:02
Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30
Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01