Í tilkynningu segir að seyðfirsk gleði hafi ríkt á fundinum. Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og GRÓA hafi meðal annars troðið upp og fulltrúar Landverndar og Íslenska náttúruverndarsjóðsins ásamt félagsmönnum VÁ! hafi flutt ávarp.
Á fundinum var vakin athygli á að meiri hluti bæjarins sé mótfallinn áformum um sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala í firðinum. Þá var þess krafist að stjórnvöld tryggi vernd umhverfis og lífríkis Seyðisfjarðar með.
„Við viljum ekki að fallegi fjörðurinn okkar verði eyðilagður af sjókvíaeldi,“ sagði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir einn skipuleggjenda fundarins.
„Tilgangur fundarins var einnig að minna á fjársöfnun sem VÁ! og Landvernd hafa sett í gang til að standa straum af kostnaði vegna málshöfðunar til ógildingar á strandsvæðaskipulagi Austfjarða. Öll framlög í sjóðinn renna óskert til baráttu Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi í firðinum,“ segir í tilkynningu.