Blikar lána Alex Frey norður en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Breiðabliki á þessu tímabili.
Alex er 25 ára gamall og uppalinn hjá Fram þar sem hann lék 153 meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir núverandi tímabil.
Alex er öflugur varnarmaður með mikla hlaupagetu og er einnig óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum eins og kemur fram í frétt á heimasíðu KA-manna.
Alex fylgdist með sigri 2-0 sigri KA liðsins á Connah's Quay Nomads í Sambandsdeildinni í gær og ferðaðist í kjölfarið norður með nýju liðsfélögunum.
Alex og KA-menn eiga marga spennandi leiki fram undan en liðið er enn með í þremur keppnum og spilar á næstunni leiki í Bestu deildinni, Evrópukeppni sem og í sjálfum bikarúrslitaleiknum á móti annað hvort KR eða Víkingi.