Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 08:42 Lögreglan sinnti nokkuð hefðbundnum störfum í gærvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Á svæði lögreglustöðvar eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í Miðborginni. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem mögulegt þýfi hafði fundist. Lögregla fór á vettvang og tók munina í sína vörslu. Lögreglunni barst tilkynning um yfirstandandi innbrot en innbrotsþjófurinn flúði af vettvangi þegar hann varð var við húsráðanda. Lögregla svipaðist um í hverfinu en fann þjófinn ekki. Úr öðru húsi barst tilkynning um að ekki fengist svefnfriður vegna mikils kynlífshávaða. Lögregla fór á vettvang og kannaði málið. Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Líkamsárás, þjófnaður og börn án bílbelta Í úthverfunum var aðeins minna að gera. Á svæði lögreglustöðvar tvö sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ var tilkynnt um líkamsárás. Lögregla fór á vettvang og ræddi við brotaþola. Málið er nú í rannsókn. Lögregla stöðvaði ökumann og kom í ljós að þrjú börn voru í bifreiðinni en ekkert af þeim var í viðeigandi öryggisbúnaði. Ökumaðurinn var sektaður og tilkynning send til Barnaverndar. Einnig barst tilkynning um umferðaróhapp og fór lögregla á vettvang til að kanna það. Á svæði lögreglustöðvar fjögur sem nær yfir Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ var tilkynnt um þjófnað úr verslun þar sem þjófurinn flúði af vettvangi. Lögregla fór á staðinn, ræddi við vitni og er málið nú í rannsókn. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um eignaspjöll. Lögregla fór á vettvang til að kanna málið en ekki kemur fram hvernig það atvik fór. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Á svæði lögreglustöðvar eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í Miðborginni. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem mögulegt þýfi hafði fundist. Lögregla fór á vettvang og tók munina í sína vörslu. Lögreglunni barst tilkynning um yfirstandandi innbrot en innbrotsþjófurinn flúði af vettvangi þegar hann varð var við húsráðanda. Lögregla svipaðist um í hverfinu en fann þjófinn ekki. Úr öðru húsi barst tilkynning um að ekki fengist svefnfriður vegna mikils kynlífshávaða. Lögregla fór á vettvang og kannaði málið. Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Líkamsárás, þjófnaður og börn án bílbelta Í úthverfunum var aðeins minna að gera. Á svæði lögreglustöðvar tvö sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ var tilkynnt um líkamsárás. Lögregla fór á vettvang og ræddi við brotaþola. Málið er nú í rannsókn. Lögregla stöðvaði ökumann og kom í ljós að þrjú börn voru í bifreiðinni en ekkert af þeim var í viðeigandi öryggisbúnaði. Ökumaðurinn var sektaður og tilkynning send til Barnaverndar. Einnig barst tilkynning um umferðaróhapp og fór lögregla á vettvang til að kanna það. Á svæði lögreglustöðvar fjögur sem nær yfir Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ var tilkynnt um þjófnað úr verslun þar sem þjófurinn flúði af vettvangi. Lögregla fór á staðinn, ræddi við vitni og er málið nú í rannsókn. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um eignaspjöll. Lögregla fór á vettvang til að kanna málið en ekki kemur fram hvernig það atvik fór.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira