Innlent

Birtir myndir af hrauninu flæða yfir það gamla

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eldgosið við Litla-Hrút hófst fyrir fimm dögum.
Eldgosið við Litla-Hrút hófst fyrir fimm dögum. Vísir/Vilhelm

Í gær flæddi hraunið úr eldgosinu við Litla-Hrút yfir hraunbreiðuna í norðaustanverðum Meradölum sem myndaðist í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021.

Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá hefur greint frá því í Facebook færslu að hraunið úr núverandi eldgosi í Litla-Hrúti flæði yfir hraunbreiðuna frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. 

Þá segir að hrauna-hermun rannsóknarstofunnar hafi spáð til um þessar vendingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×