Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gosstöðvarnar við Litla-Hrút verða áfram lokaðar almenningi í dag vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í fyrramálið. Gasmengun frá gosinu liggur yfir Suðurstrandarveg og gönguleiðir í dag - og verður jafnvel vart í Grindavík í kvöld og á morgun. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Þá verðum við í beinni frá mótmælum stranveiðimanna í miðborginni og segjum frá máli grunaðs raðmorðingja í Bandaríkjunum sem á íslenska eiginkonu. 

Við látum okkur Lindarhvolsmálið svokallaða einnig varða. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um málið ekki lokið og að báðar skýrslur málsins liggi á borði nefndarinnar. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×