Körfubolti

Urban Oman til Keflavíkur

Siggeir Ævarsson skrifar
Urban Oman leikur með Keflavík í vetur
Urban Oman leikur með Keflavík í vetur Mynd/Helios Suns

Keflvíkingar eru byrjaðir að safna vopnum fyrir komandi tímabil, en þeir hafa samið við slóvenska framherjann Urban Oman um að leika með liðinu í vetur í Subway-deild karla.

Oman, sem er 24 ára framherji og 197 cm á hæð, kemur til Keflavíkur frá Helios Suns í Slóveníu, en hann hefur leikið með þeim allan sinn meistaraflokksferil síðan árið 2016. Hann var með átta stig og fjögur fráköst að meðaltali á síðasta tímabili og fór með liðinu í úrslit deildarinnar. Oman hefur einnig leikið með yngri landsliðum Slóveníu. 

Mörg lið í Subway-deild karla hafa verið mjög virk á leikmannamarkaðnum, en Oman er aðeins annar leikmaðurinn sem Keflvíkingar bæta í hópinn en hinn er Marek Dolezaj, sem er 208 cm hár framherji frá Slóvakíu.

Á sama tíma hafa sex leikmenn yfirgefið herbúðir liðsins, nú síðast Domynikas Milka, sem samdi við erkifjendur Keflvíkinga í Njarðvík í vikunni. Hörður Axel Vilhjálmsson fór til Álftaness. Eric Ayala fór erlendis, Valur Orri Valsson til Grindavíkur, Ólafur Ingi Styrmisson í háskólaboltann í Bandaríkjunum og David Okeke mun leika með Haukum á komandi tímabili.


Tengdar fréttir

Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík

Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×