Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 23:59 Grunaði raðmorðinginn Rex Heuermann hefur vegnað vel sem arkítekt í New York. Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06