Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 09:03 Það verður gosmengun á gönguleiðum að eldgosinu við Litla-Hrút í dag og því ólíklegt að gosstöðvarnar verði opnaðar á ný. Vísir/Vilhelm Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar um veðurhorfur á landinu. Þar segir að norðlæg átt verði víða á landinu í dag, almennt fimm til tíu metrar á sekúndu en tíu til fimmtán metrar á sekúndu austast. Þá verður bjart með köflum en það verður áfram dálítil væta um norðaustanvert landið. Hægari vindar á morgun og birtir víða til næstu daga. Þó verður áfram skýjað og sums staðar súld úti við norður- og austurströndina. Á morgun hlýnar í veðri, hiti víða fimm til tíu stig en allt að tuttugu stig sunnanlands. Gasmengun á gönguleiðum og í Grindavík Vegna norðan og norðaustan átta til þrettán metra á sekúndu berst gasmengun til suðurs frá eldgosinu við Litla-Hrút. Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við að hennar verði vart á Suðurstandarvegi, á gönguleiðum að gosstöðvunum og jafnvel í Grindavík. Gosstöðvarnar hafa verið lokaðar síðan á fimmtudagsmorgun vegna reykmengunar undan gróðureldum og kvikugasi. Eftir fund viðbragðsaðila nú klukkan níu kemur í ljós hvort gosstöðvarnar verða opnaðar á ný. Miðað við veðrið virðist það ólíklegt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðvestlæg átt, 5-10 en 10-15 m/s með austurströndinni. Skýjað um norðanvert landið og dálítil væta austanlands. Hiti 6 til 11 stig, en bjartviðri sunnantil með hita að 20 stigum yfir daginn. Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en víða bjartviðri syðra. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag og laugardag: Hæg vestlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og stöku skúrir. Hlýtt í veðri. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar um veðurhorfur á landinu. Þar segir að norðlæg átt verði víða á landinu í dag, almennt fimm til tíu metrar á sekúndu en tíu til fimmtán metrar á sekúndu austast. Þá verður bjart með köflum en það verður áfram dálítil væta um norðaustanvert landið. Hægari vindar á morgun og birtir víða til næstu daga. Þó verður áfram skýjað og sums staðar súld úti við norður- og austurströndina. Á morgun hlýnar í veðri, hiti víða fimm til tíu stig en allt að tuttugu stig sunnanlands. Gasmengun á gönguleiðum og í Grindavík Vegna norðan og norðaustan átta til þrettán metra á sekúndu berst gasmengun til suðurs frá eldgosinu við Litla-Hrút. Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við að hennar verði vart á Suðurstandarvegi, á gönguleiðum að gosstöðvunum og jafnvel í Grindavík. Gosstöðvarnar hafa verið lokaðar síðan á fimmtudagsmorgun vegna reykmengunar undan gróðureldum og kvikugasi. Eftir fund viðbragðsaðila nú klukkan níu kemur í ljós hvort gosstöðvarnar verða opnaðar á ný. Miðað við veðrið virðist það ólíklegt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðvestlæg átt, 5-10 en 10-15 m/s með austurströndinni. Skýjað um norðanvert landið og dálítil væta austanlands. Hiti 6 til 11 stig, en bjartviðri sunnantil með hita að 20 stigum yfir daginn. Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en víða bjartviðri syðra. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag og laugardag: Hæg vestlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og stöku skúrir. Hlýtt í veðri.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Sjá meira