Veður

Hæg suð­læg átt og hiti að tíu stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á bilinu fimm til tíu stig yfir daginn.
Hiti á bilinu fimm til tíu stig yfir daginn. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt i dag þar sem búast má við vætu af og til allvíða um land. Hvergi er þó gert ráð fyrir mikilli úrkomu.

Á vef Veðurstofunnar segir að austanlands verði yfirleitt þurrt og bjart veður.

Hiti á bilinu fimm til tíu stig yfir daginn.

„Svipað veður á morgun, nema að það bætir í vind vestanlands seinnipartinn og má búast við sunnan strekkingi með rigningu þar annað kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustan 3-10 m/s og lítilsháttar skúrir, en yfirleitt þurrt á norðaustanverðu landinu. Sunnan 8-13 vestanlands seinnipartinn og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 3 til 9 stig.

Á fimmtudag: Suðlæg átt 5-13 og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Víða skúrir eða él og hiti 0 til 5 stig, en rigning austanlands fram undir kvöld og heldur hlýrra.

Á laugardag: Norðan 8-15 og dálítil él, en yfirleitt þurrt á sunnanverðu landinu. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina fram á kvöld.

Á sunnudag: Breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Vaxandi sunnanátt síðdegis og þykknar upp á vestanverðu landinu með úrkomu þar um kvöldið. Hlýnandi veður.

Á mánudag: Sunnan- og suðvestanátt með súld og rigningu, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×