Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hádegi

Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur segir aðgerðir við gosstöðvarnar síðustu daga með þeim allra umfangsmestu sem liðið hefur tekið þátt í. Lokað er að gosstöðvunum í dag vegna mengunar, fjórða daginn í röð. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12

Þá er fjallað um kolefnisspor Íslands sem er með því hæsta í heimi. Auk þess sem Ísland er með einna neikvæðust svokölluð smitáhrif meðal ríkja þar sem þau hafa verið metin samkvæmt nýrri skýrslu. Forstöðumaður sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands segir neyslu Íslendinga og innflutning hafa einna mest áhrif.

Formaður húseigendafélagsins segir félagið reglulega fá kvartanir vegna kynlífsóhljóða inn á sitt borð - en slík mál séu afar erfið úrlausnar. Eitt það eftirminnilegasta sé svokallað óp- og stunumál í Kópavogi, sem krafðist aðkomu þáverandi félagsmálaráðherra.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×