Safnar fyrir útfararkostnaði dótturdóttur sinnar sem var skotin til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 15:09 Iyanna Brown ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Iyanna Brown, Elijah Brown, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, Michael Mency og Esther María Mency. Aðsent Hin 23 ára gamla Iyanna Brown var skotin voveiflega til bana á fimmtudag í Detroit í Bandaríkjunum. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, hefur sett af stað söfnun fyrir útfarakostnaðinum. Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22