Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Fólk tók að streyma aftur að gos­stöðvunum á Reykja­nesi eftir há­degi í dag um leið og fjögurra daga banni við ferðum al­mennings þangað var af­létt. Kristján Már Unnars­son segir okkur frá stöðu mála, ræðir við vett­vangs­stjóra lög­reglunnar og ferða­menn sem voru glaðir að komast að gosinu.

Gífur­legur hiti heldur á­fram að plaga um 130 milljónir íbúa Banda­ríkjanna sem og íbúa fjölda landa í suður Evrópu. Á sama tíma flæða ár yfir bakka sína vegna mikilla rigninga og fólk hefur þúsundum saman þurft að flýja heimili sín í Suður Kóreu vegna aur­skriða og flóða.

Rússar saka úkraínska sér­sveit um hryðju­verka­á­rás á Kerch brúna milli Rúss­lands og hert­ekins Krím­skaga. Þeir il­kynntu einnig í dag að þeir hefðu rift sam­komu­lagi um kornút­flutning frá Úkraínu um Svarta­haf.

Við skoðum einnig kirkju sem breytt hefur verið í hótel­rými og heyrum í konum sem eru að undir­búa Druslu­gönguna sem fram fer í Reykja­vík á laugardag. 

Þetta og fleira á sam­tengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×