FH í félagaskiptabann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2023 19:01 Morten Beck Andersen vann fullnaðarsigur í launadeildum sínum við FH í síðasta mánuði. Félagið hefur nú verið dæmt í félagaskiptabann. vísir/hag Karlalið FH í knattspyrnu er í félagaskiptabanni. Félagið fékk nýverið 30 daga til að greiða kröfu danska framherjans Morten Beck upp á 24 milljónir króna sem og sekt upp á 150 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari Hauks Hinrikssonar, lögfræðings Knattspyrnusambands Íslands, við fyrirspurn Fótbolti.net fyrr í dag. Í svarinu segir: „Eins og staðan er í dag er karlalið FH í meistaraflokki í félagaskiptabanni samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls.“ Formaður FH, Valdimar Svavarsson, staðfesti þetta í stuttu viðtali við Fótbolti.net og sagði að unnið væri að lausnum í málinu. Það hefur þó ekki enn tekist þar sem málið „hefur reynst tæknilega flókið.“ Forsaga málsins er sú að framherjinn Morten Beck krafðist þess að félagið myndi greiða sér 24 milljónir króna í vangoldin laun frá tímabilinu 2019 til 2021. FH héldu fram að um verktakasamning hefði verið að ræða en Morten Beck hélt því fram að um launþegasamning hefði verið að ræða, og hafði samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ þegar úrskurðað leikmanninum í vil. FH fékk 30 daga til að greiða ellegar skyldi félagið sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil. Dómarinn var birtur þann 15. júní og nú, mánuði síðar, hefur verið staðfest að FH sé komið í félagaskiptabann. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29 FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Hauks Hinrikssonar, lögfræðings Knattspyrnusambands Íslands, við fyrirspurn Fótbolti.net fyrr í dag. Í svarinu segir: „Eins og staðan er í dag er karlalið FH í meistaraflokki í félagaskiptabanni samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls.“ Formaður FH, Valdimar Svavarsson, staðfesti þetta í stuttu viðtali við Fótbolti.net og sagði að unnið væri að lausnum í málinu. Það hefur þó ekki enn tekist þar sem málið „hefur reynst tæknilega flókið.“ Forsaga málsins er sú að framherjinn Morten Beck krafðist þess að félagið myndi greiða sér 24 milljónir króna í vangoldin laun frá tímabilinu 2019 til 2021. FH héldu fram að um verktakasamning hefði verið að ræða en Morten Beck hélt því fram að um launþegasamning hefði verið að ræða, og hafði samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ þegar úrskurðað leikmanninum í vil. FH fékk 30 daga til að greiða ellegar skyldi félagið sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil. Dómarinn var birtur þann 15. júní og nú, mánuði síðar, hefur verið staðfest að FH sé komið í félagaskiptabann.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29 FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sjá meira
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00
Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29
FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45