Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. júlí 2023 21:24 Ótrúlegar drónamyndir Björns Steinbekks af gosinu við Litla Hrút sýna að enn er töluverð virkni. Björn Steinbekk Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira