Innlent

Þrír átta­villtir við gosið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ferðamennirnir eru ekki týndir en eru þó áttavilltir.
Ferðamennirnir eru ekki týndir en eru þó áttavilltir. Vísir/Arnar

Björgunar­sveitir leið­beina nú þremur áttavilltum er­lendum ferða­mönnum við gos­stöðvarnar. Búið er að ná sam­bandi við fólkið sem er norðan megin við Keili og ekki á hættu­svæði.

Að sögn Jóns Þórs Víg­lunds­sonar, upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar er of langt gengið að segja að fólkið sé týnt. Þau séu ekki slösuð og í síma­sam­bandi við lög­reglu og björgunar­sveitir og ekki fjarri mannabyggðum.

Tíma­spurs­mál sé hve­nær þau muni geta ratað sína leið. Eins og frétta­stofa hefur greint frá fylltist gossvæðið þegar í stað af fólki þegar það var opnað síð­degis. Þegar frétta­maður var á staðnum um sjö­leytið voru rúm­lega fimm hundruð bílar á bíla­stæði.

Áður höfðu björgunar­sveitir haft uppi á göngu­garpi sem týndist við gossvæðið í dag. Að sögn lög­reglu gengu þau björgunar­störf vel og var manninum ekki meint af. Að sögn lög­reglu hefur vel gengið á gossvæðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×