Stjórnarmenn Tesla samþykkja að skila 735 milljónum dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 08:27 Greiðslur til Elon Musk, stofnanda Tesla, hafa verið teknar fyrir í aðskildu dómsmáli. AP/David Zalubowski Stjórnarmenn Tesla hafa samþykkt að skila 735 milljónum dala í hlutafjárkaupréttum, eftir að hluthafar höfðuðu mál á hendur þeim vegna ákvörðunar þeirra um óhóflegar greiðslur til handa þeim sjálfum. Sáttin nær ekki til 56 milljarð dala tekjupakka Elon Musk, sem fór fyrir dóm í fyrra. Niðurstöðu í því máli er að vænta á næstunni. Tesla hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en í dómsskjölum segir að jafnvel þótt stjórnarmenn Tesla telji sig hafa samþykkt greiðslurnar í góðri trú og í þágu hluthafa félagsins hafi þeir ákveðið að gangast undir sátt til að forða sjálfum sér og fyrirtækinu frá fleiri lögsóknum. Málið var höfðað af lífeyrissjóði lögreglu- og slökkviliðsmanna í Detroit en fjármunirnir sem samið var um að stjórnarmennirnir myndu skila munu renna beint aftur til fyrirtækisins. Þá munu þeir ekki þiggja neina umbun fyrir störf sín fyrir árin 2021, 2022 og 2023. Stjórn fyrirtækisins mun einnig endurskoða hvernig stjórnarmönnum er umbunað. Bandaríkin Tesla Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sáttin nær ekki til 56 milljarð dala tekjupakka Elon Musk, sem fór fyrir dóm í fyrra. Niðurstöðu í því máli er að vænta á næstunni. Tesla hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en í dómsskjölum segir að jafnvel þótt stjórnarmenn Tesla telji sig hafa samþykkt greiðslurnar í góðri trú og í þágu hluthafa félagsins hafi þeir ákveðið að gangast undir sátt til að forða sjálfum sér og fyrirtækinu frá fleiri lögsóknum. Málið var höfðað af lífeyrissjóði lögreglu- og slökkviliðsmanna í Detroit en fjármunirnir sem samið var um að stjórnarmennirnir myndu skila munu renna beint aftur til fyrirtækisins. Þá munu þeir ekki þiggja neina umbun fyrir störf sín fyrir árin 2021, 2022 og 2023. Stjórn fyrirtækisins mun einnig endurskoða hvernig stjórnarmönnum er umbunað.
Bandaríkin Tesla Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira