Fjöldi stórstjarna missir af HM vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 15:00 Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hún missir af HM vegna meiðsla. Getty Images/Laurens Lindhout Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti