Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu
![Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal rekur frystitogara, ísfiskskip, innfjarðarrækjubáta, fiskvinnslu í landi og fiskeldisstarfsemi gegnum dótturfélag. Fyrirtækið á, bæði beint og óbeint í gegnum annað félag, stóran hlut í Kerecis.](https://www.visir.is/i/E17732647B254441B855F252082B0C4172136D20FCE6B8927906A681AB9E93E2_713x0.jpg)
Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis.