Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júlí 2023 09:46 Veggur gígsins hrundi með miklum tilþrifum og gusaðist glóandi hraunið út. Rúv Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47