Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 11:29 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/ALEXANDER KAZAKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni. Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni.
Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21