Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 14:14 Pallurinn kemur í stað þess sem var illa farinn. Hann er dreginn til baka til að stuðla að betra útsýni og er efniviðurinn lerki sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og mun það þá falla einstaklega vel að umhverfinu að sögn arkitekts. Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira