Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 19:18 Reger er grunaður um brot gegn drengjum og karlmönnum áratugi aftur í tímann. Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Reger var handtekinn þann 6. júlí og er haldið í fangelsi í borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníufylkis. En hann er búsettur í smábænum Susanville, norðaustan við borgina. Lögreglan er með á annan tug brota til rannsóknar nú þegar, gegn drengjum og karlmönnum á aldrinum 12 til 22 ára, en talið er að brotin séu miklu fleiri, skipti jafn vel hundruðum. Meðal annars er hann sakaður um að hafa þuklað á kynfærum þeirra undir því yfirskini að hann væri að framkvæma skoðanir á heilsugæslustöðinni sem hann starfaði á í Susanville. Þá er hann einnig sakaður um að hafa flutt drengi með sér í kirkjulegu starfi víðs vegar um heim og brotið á þeim þar. Svo sem á hótelherbergjum og tjaldsvæðum. Er hann meðal annars sakaður um að hafa haldið drengjunum niðri á meðan hann stakk fingrum sínum í endaþarm þeirra. Einnig að hann hafi fyrirskipað þeim að fróa sér fyrir framan hann því hann þyrfti að rannsaka sæðið. Fréttasíðan The Daily Beast greinir frá þessu. Trúboðaferðir Lögreglan hefur til rannsóknar brot á nærri tuttugu ára tímabili, frá árinu 2004 til 2023. Á þessum tíma ferðaðist Reger 235 sinnum til útlanda í svokallaðar trúboðaferðir. Meðal annars til Úkraínu, Póllands, Spánar, Bretlands, Filippseyja, Suður Kóreu, Mexíkó og Íslands. Oftsinnis var hann með unga drengi með sér. Susanville er lítill bær norðaustan við Sacramento. Lögreglan hefur marg oft haft Reger til rannsóknar vegna kynferðisbrota gegn ungmennum.Wikipedia Ekki er loku fyrir því skotið að brotin nái lengra aftur í tímann en síðan 1986 hefur Reger verið virkur í ungmennastarfi. Svo sem í kristilegum skólum, sumarbúðum og trúboðastarfi. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur hann meðal annars gegnt stöðu kennara, ráðgjafa, glímuþjálfara, djákna og skólastjórnanda. Oftsinnis til rannsóknar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af Reger. Strax árið 1986 var hann til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða barni. Lögregluskýrslur þessa máls eru hins vegar glataðar. Lögreglan í Susanville rannsakaði Reger á nýjan leik árið 2003. Svo árið 2006 og 2007. Allt vegna kynferðisbrota gegn ólögráða drengjum en engin rannsókn leiddi til ákæru. Kirkjan sem Reger starfaði hjá, Church of Nazarene, rannsakaði hann einnig. Það er meint brot gegn 10 til 15 drengjum og nokkrum fullorðnum karlmönnum. Sendi kirkjan sín gögn til barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda í október á síðasta ári. Verði Reger fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Reger var handtekinn þann 6. júlí og er haldið í fangelsi í borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníufylkis. En hann er búsettur í smábænum Susanville, norðaustan við borgina. Lögreglan er með á annan tug brota til rannsóknar nú þegar, gegn drengjum og karlmönnum á aldrinum 12 til 22 ára, en talið er að brotin séu miklu fleiri, skipti jafn vel hundruðum. Meðal annars er hann sakaður um að hafa þuklað á kynfærum þeirra undir því yfirskini að hann væri að framkvæma skoðanir á heilsugæslustöðinni sem hann starfaði á í Susanville. Þá er hann einnig sakaður um að hafa flutt drengi með sér í kirkjulegu starfi víðs vegar um heim og brotið á þeim þar. Svo sem á hótelherbergjum og tjaldsvæðum. Er hann meðal annars sakaður um að hafa haldið drengjunum niðri á meðan hann stakk fingrum sínum í endaþarm þeirra. Einnig að hann hafi fyrirskipað þeim að fróa sér fyrir framan hann því hann þyrfti að rannsaka sæðið. Fréttasíðan The Daily Beast greinir frá þessu. Trúboðaferðir Lögreglan hefur til rannsóknar brot á nærri tuttugu ára tímabili, frá árinu 2004 til 2023. Á þessum tíma ferðaðist Reger 235 sinnum til útlanda í svokallaðar trúboðaferðir. Meðal annars til Úkraínu, Póllands, Spánar, Bretlands, Filippseyja, Suður Kóreu, Mexíkó og Íslands. Oftsinnis var hann með unga drengi með sér. Susanville er lítill bær norðaustan við Sacramento. Lögreglan hefur marg oft haft Reger til rannsóknar vegna kynferðisbrota gegn ungmennum.Wikipedia Ekki er loku fyrir því skotið að brotin nái lengra aftur í tímann en síðan 1986 hefur Reger verið virkur í ungmennastarfi. Svo sem í kristilegum skólum, sumarbúðum og trúboðastarfi. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur hann meðal annars gegnt stöðu kennara, ráðgjafa, glímuþjálfara, djákna og skólastjórnanda. Oftsinnis til rannsóknar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af Reger. Strax árið 1986 var hann til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða barni. Lögregluskýrslur þessa máls eru hins vegar glataðar. Lögreglan í Susanville rannsakaði Reger á nýjan leik árið 2003. Svo árið 2006 og 2007. Allt vegna kynferðisbrota gegn ólögráða drengjum en engin rannsókn leiddi til ákæru. Kirkjan sem Reger starfaði hjá, Church of Nazarene, rannsakaði hann einnig. Það er meint brot gegn 10 til 15 drengjum og nokkrum fullorðnum karlmönnum. Sendi kirkjan sín gögn til barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda í október á síðasta ári. Verði Reger fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira