Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 08:11 Barber segist ekki óttast dauðann en hann sé hræddur við aðferðina sem yfirvöld hyggjast nota til að taka hann af lífi. Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira