Lífið

Barna­lán hjá Bar­bie-hjónum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hjónin Noah Baumbach og Greta Gerwig á frumsýningu Marriage Story árið 2019.
Hjónin Noah Baumbach og Greta Gerwig á frumsýningu Marriage Story árið 2019. EPA/Facundo Arrizabalaga

Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni.

Gerwig greindi frá fréttunum í drottningarviðtali við Elle í gær. 

Gerwig sagði fyrst frá því að hún væri ólétt í sjónvarpsþætti Jimmy Fallon í desember síðastliðnum. Síðan hefur ekkert heyrst af barninu þó Gerwig sé búin að vera linnulaust í fjölmiðlum vegna Barbie.

Í viðtalinu við Elle greindi hún frá því að hún ætti fjögurra mánaða son. Hún gaf lítið upp um soninn nema að hann svæfi vel og að hann væri alveg eins og teiknimyndafígúrann Schmoo, sem er blíð hvít keilulaga vera.

Viðtal Elle við Gerwig hefur vakið mikla athygli netverja sem hafa aðallega verið að agnúast út í stílíseringu í myndatökunni af leikstjóranum. Finnst fólki hún vera ólík sjálfri sér á myndunum og minna frekar á unga Hillary Clinton.

Hin 39 ára Gerwig á fyrir einn son með hinum 53 ára Noah Baumbach. Hjónin kynntust fyrst árið 2010 við gerð myndarinnar Greenberg sem Baumbach leikstýrði og Gerwig lék í. Síðan hafa þau unnið mörgum sinnum saman og skrifuðu þau meðal annars handritið að Barbie saman.


Tengdar fréttir

Fer frá Barbie til Narníu

Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum.

Mar­got Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku

Mar­got Robbie, ástralska Hollywood leik­konan sem fer með hlut­verk í Bar­bie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×