„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 17:41 Tómas hefur gengið um svæðið margoft, meðal annars árið 2021 þegar hann gekk að eldgosinu í Geldingadölum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent