Ástralska leikkonan segir frá þessu á bresku útvarpsstöðinni BBC2 þar sem hún segist hafa verið gríðarlega uppátækjasöm í æsku. Stjarnan er í aðalhlutverki í Barbie myndinni sem frumsýnd er um allan heim í þessari viku. Horfa má á klippu úr þættinum hér fyrir neðan þar sem Margot mætti ásamt meðleikara sínum úr Barbie, Ryan Gosling.
Hún lýsir því hvernig hún hafi eitt sinn atað sig alla út í tómatsósu og lagst við hliðina á eldhúshníf á gólfinu heima hjá sér. Þar beið Margot í 45 mínútur eftir barnapíunni sinni, en hún segir að það hafi verið þess virði til þess eins að geta séð hana hlaupa öskrandi úr húsinu.
„Ég vildi bara gömlu barnapíuna mína aftur, hana Taliu sem var svona sextán ára og mér fannst svo nett. Svo fengum við barnapíu sem þessi miklu eldri kona og ég var ekki ánægð með það. Hún sagði mér að fara í bað, sem ég vildi ekki gera og hún var almennt mjög fúl svo ég ákvað að sýna henni í tvo heimana.“
Þá segist Margot eitt sinn hafa platað hóp af fólki upp úr skónum í verslunarmiðstöð. Hún segist hafa þóst detta úr stiga og gestir verslunarmiðstöðvarinnar orðið afar skelkaðir og hringt á sjúkrabíl.
„Ég býst við því að ég hafi verið mjög dramatískt barn,“ segir leikkonan. Meðleikari hennar segir þar engu logið.