Markvörður Evrópumeistaranna virkilega sár út í Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:10 Mary Earps er markvörður og varafyrirliði enska landsliðsins á HM í fótbolta 2023. Getty/Justin Setterfield Knattspyrnuaðdáendur geta ekki fest kaup á búningi eins af lykilmönnum Evrópumeistara kvenna í knattspyrnu. Hún er sár og svekkt með stöðuna. Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Sjá meira
Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Sjá meira