Berliner Zeitung hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hvorki tangur né tetur af ljóninu hafi fundist í nótt og er enn leitað í suðurhluta Berlínar, á svæðinu þar sem ljónið sást fyrst.
Dýr sem talið er vera ljónynja var fangað á myndband í fyrrakvöld og vitni sögðust hafa séð ljón elta uppi og drepa villisvín. Enginn á svæðinu hefur stigið fram og sagt að hann hafi týnt ljóni en búið er að leita til allra þeirra sem vitað er að eigi ljón, eins og dýragarða og annarra.
#löwe in #kleinmachnow @polizeiberlin sucht aber findet nicht pic.twitter.com/hZmIcNZK7j
— deer BSC (@lqzze1) July 20, 2023
Notast er við þyrlur með hitamyndavélar til að leita að dýrinu og þá eru veiðimenn vopnaðir deyfibyssum og dýralæknar tilbúnir til að fanga það. Alls hafa rúmlega hundrað lögregluþjónar, dýralæknar og veiðimenn hafa komið að leitinni.
Sérfræðingur sem blaðamenn ræddu við sagðist fullur efasemda um að ljón gengi laust þar sem engin ummerki hefðu séð. Ljónynja ætti að skilja eftir sig spor og önnur ummerki.
#Update
— Polizei Brandenburg (@PolizeiBB) July 21, 2023
Die Suche nach der #Löwin verlief in der Nacht erfolglos und wird heute fortgesetzt.
Falls Sie das Tier sichten, bitten wir Sie diese Information über den Notruf 110 mitzuteilen.