Fór holu í höggi á frumraun sinni á risamóti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 11:31 Travis Smyth varð fyrstur til að fara holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi 2023. getty/Richard Heathcote Ástralski kylfingurinn Travis Smyth gleymir deginum í dag eflaust seint enda fór hann holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira