Druslugangan verður gengin í dag frá Hallgrímskirkju að Austurvelli með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einn af skipuleggjendum bendir á að tilkynntum kynferðisbrotum hafi fjölgað í júní og því sé mikilvægt að halda baráttunni gegn þessu rótgróna samfélagslega vandamáli á lofti.
Sá sem grunaður er um að hafa stungið einn til bana og sært tvo við geðsjúkrahús í Kaupmannahöfn hefur játað sök. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.
Þá fjöllum við um þingkosningar á Spáni sem fara fram á morgun í steikjandi hita og fjöllum um húsnæðiseftirspurn í Suðurnesjabæ.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.