Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands.
Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1.
A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023
Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum.
Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum.
Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin.
Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz
— (@____B17____) July 21, 2023
Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið.