Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 15:01 Móðan liggur yfir Önundarfirði, birgir fjallasýn og ertir augun. Halla Signý Kristjánsdóttir Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. „Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu. Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu.
Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35