Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráherra, segir Lambeyrardeiluna svokölluðu sér óviðkomandi og ætlar ekki að tjá sig um ásakanir sem á hann eru bornar.
Lögreglu bárust tuttugu og fimm beiðnir vegna fjórtán týndra barna í júní en álíka fjöldi hefur ekki sést frá árinu 2020. Við ræðum við lögreglufulltrúa í fréttatímanum.
Við fylgjumst með kafaranum Erlendi Bogasyni ná DNA sýni úr svokölluðum grábít og fáum úr því skorið hvort fiskurinn sé í raun steinbítur. Þá sýnum við frá Druslugöngunni sem gengin var í ellefta sinn í dag og sjáum hvernig dýrin í dýragarðinum í Róm reyna að kæla sig niður í lamandi hitabylgju.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.