Innlent

Garg af svölum og reið­hjól sem hafði verið stolið í tvö ár

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Maður sem stóð á garginu heima hjá sér á svölunum í morgun í Foss­vogs-og Háa­leitis­hverfi varð að ósk ná­granna og lög­reglu um að láta af þeirri hegðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu vegna dagsins í dag.

Lög­regla fékk tölu­vert af á­bendingum um grun­sam­legar manna­ferðir. Ein þeirra var um fólk sem stal númera­plötum af bílum í Laugar­dalnum og þá fékk lög­regla til­kynningu um mann sem reyndi að komast inn í bíla á Hring­braut.

Þá höfðu lög­reglu­menn af lög­reglu­stöð 3 sem sinnir Kópa­vogi og Breið­holti af­skipti af manni sem burðaðist með tvö raf­hlaupa­hjól á hjóli. Í ljós kom að reið­hjól mannsins reyndist afar verð­mætt og var skráð stolið í kerfum lög­reglu árið 2021.

Maðurinn var hand­tekinn og verður yfir­heyrður um eignar­hald raf­hlaupa­hjólanna, en hann reyndist einnig með fíkni­efni í vasanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×