Innlent

Tveir á Land­spítalann eftir sjó­slys við Njarð­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikill viðbúnaður er við Njarðvíkurhöfn.
Mikill viðbúnaður er við Njarðvíkurhöfn. Aðsend

Tveir menn hafa verið fluttir á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi vegna sjóslyss út undan Njarðvíkurhöfn. Mikill viðbúnaður var við höfnina. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ekki er unnt að greina frá ástandi þeirra að svo stöddu og ekki verða veittar frekari upplýsingar að sinni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og var mikill viðbúnaður við höfnina. Neyðarlínu barst tilkynning klukkan 19:39 um sjóslys út af Njarðvíkurhöfn, þar sem greint var frá því að tveir menn voru í sjónum.

Vísir fékk ekki frekari upplýsingar frá Landhelgisgæslu né björgunarsveitum á meðan störfum stóð en í tilkynningu lögreglu segir að mönnunum hafi verið náð upp úr sjónum um klukkan 20:11 í kvöld. 

Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar staðfesti fyrr í kvöld að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið kölluð út vegna málsins. Landhelgisgæslan gaf einungis þær upplýsingar að þyrlan væri í útkalli.

Fréttin var uppfærð með tilkynningu lögreglu klukkan 21:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×