Lífið

Segist hafa farið til hel­vítis og heim aftur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ljóst er að Hollywood stjarnan var ansi hætt komin í apríl.
Ljóst er að Hollywood stjarnan var ansi hætt komin í apríl. EPA-EFE/NINA PROMMER

Jamie Foxx hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heilsu­fars­vanda­mál sem hafa verið að pliga hann. Leikarinn dvaldist á spítala í apríl í At­lanta borg í Banda­ríkjunum en ekki hefur komið fram um hvaða veikindi var að ræða.

Ljóst er á frá­sögn leikarans á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram að hann var hætt kominn. Horfa má á á­varp leikarans á miðlinum hér að neðan en þar segist hann aldrei hafa búist við því að upp­lifa nokkuð þessu líkt.

„Í fyrsta lagi vil ég þakka öllum þeim sem báðu fyrir mér og sendu mér skila­boð. Ég get ekki einu sinni sagt ykkur það hversu langt þetta tók mig og hvernig þetta fór með mig. Ég gekk í gegnum nokkuð sem ég bjóst aldrei nokkurn tímann við að gera.“

Leikarinn segist ekki hafa viljað láta að­dá­endur sína sjá sig í því á­standi sem hann var í. Hann vilji vera glaður fyrir framan heims­byggðina. Leikarinn fékk urmul kveðja, meðal annars frá Hollywood kollegum sínum þeim Dwa­yne John­son og Kyla Pratt.

„Ég fór til hel­vítis og heim aftur. Leiðin að bata hefur verið þyrnum stráð en ég er að komast aftur í gír og ég mun geta unnið aftur, svo ég vil þakka þeim sem gera mér það kleyft og bara taka það fram að ég elska alla og elska alla ástina sem ég fékk.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.