Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins og forsætisráðherra Spánar, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun. Hann freistar þess að fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að leiða samsteypustjórn vinstri flokkanna. Borja B. Hojas/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira