Innlent

Keim­lík slys í Skaga­firði og Vest­manna­eyjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Erfiðar aðstæður voru bæði í Skagafirði og í Vestmannaeyjum.
Erfiðar aðstæður voru bæði í Skagafirði og í Vestmannaeyjum.

Björgunar­sveitir brugðust við í Skaga­firði og í Vest­manna­eyjum í dag og komu í tveimur sitt­hvorum til­fellum til að­stoðar tveimur ferða­mönnum sem höfðu slasast.

Í Skaga­firði voru björgunar­sveitir kallaðar út til að­stoðar ferða­manni sem höfðu slasast á fæti í Kota­gili í Norður­ár­dal, rétt austan Varma­hlíðar. Við­komandi hafði fallið nokku innar­lega í gilinu og erfitt að koma honum þaðan út. Björgunar­sveitir fóru inn gilið, sem og upp í hlíðina til að tryggja fjar­skipti á staðnum.

Eftir að hafa búið um þann slasaða var hafist handa við að bera hann í sjúkra­börum út gilið. Það tók nokkurn tíma, gilið þröngt, tals­vert grýtt og fara þurfti yfir vatns­fall.

Um einum og hálfum klukku­tíma eftir út­kall var sjúk­lingur kominn í sjúkra­bíl og fluttur til að­hlynningar.

Svipað ó­happ fyrir ofan Eld­fjalla­mið­stöðina

Skömmu síðar var Björgunar­fé­lag Vest­manna­eyja kallað út vegna svipaðs ó­happs fyrir ofan Eld­fjalla­mið­stöðina, þar sem ferða­maður á leið á Helga­fell hafði slasast.

Ekki var hægt að koma sjúkra­bíl að við­komandi og fór björgunar­fólk fót­gangandi til að hlúa að og bera við­komandi svo niður í sjúkra­bíl. Um þrjá­tíu mínútum eftir út­kall var sjúk­lingur kominn í sjúkra­bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×