Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. júlí 2023 20:19 Silli hyggst hleypa öðrum keppendum að á næsta ári, enda búinn að vinna fjögur ár í röð. Vísir/Steingrímur Dúi Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götubitann á Götubitahátíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götubitahátíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu. „Það er vont en það venst,“ segir Silli hlæjandi spurður hvort ekki sé erfitt að vera alltaf bestur ár eftir ár. Rætt var við Silla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei nei, þetta er bara gaman. Maður uppsker eins og maðir sáir og gerir. Það er gaman að sjá þessa miklu vinnu og maður uppsker eftir því.“ Hvað var á vinningsborgaranum í ár? „Heyrðu, það var gæsahamborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með trönuberjum, rucola og brauð sem ég fæ sérbökuð frá Deig í Tryggvagötu.“ Silli keppir á heimsmeistaramótinu í götubita á Þýskalandi í september. Hann lenti í öðru sæti í fyrra og það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvert hann stefni í ár. „Það var einmitt planið að vinna í ár til þess að komast aftur út til þess að sigra keppnina og það verður í lok september. Þannig að það verður farið með gæsahamborgarann og eitthvað eitt annað sem á eftir að smíða.“ Við höfum heyrt grínast með það að þú fáir ekki að taka þátt hér á næsta ári eftir að hafa unnið fjögur ár í röð, en muntu mæta hérna að ári? „Ég var búinn að ákveða sjálfur fyrir þessa keppni að ef það tækist að vinna í ár þá myndi ég vera sem dómari á næsta ári. Þannig að þetta er komið gott, maður verður að hleypa öðrum að líka.“ Það var margt um manninn á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Matur Veitingastaðir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Það er vont en það venst,“ segir Silli hlæjandi spurður hvort ekki sé erfitt að vera alltaf bestur ár eftir ár. Rætt var við Silla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei nei, þetta er bara gaman. Maður uppsker eins og maðir sáir og gerir. Það er gaman að sjá þessa miklu vinnu og maður uppsker eftir því.“ Hvað var á vinningsborgaranum í ár? „Heyrðu, það var gæsahamborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með trönuberjum, rucola og brauð sem ég fæ sérbökuð frá Deig í Tryggvagötu.“ Silli keppir á heimsmeistaramótinu í götubita á Þýskalandi í september. Hann lenti í öðru sæti í fyrra og það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvert hann stefni í ár. „Það var einmitt planið að vinna í ár til þess að komast aftur út til þess að sigra keppnina og það verður í lok september. Þannig að það verður farið með gæsahamborgarann og eitthvað eitt annað sem á eftir að smíða.“ Við höfum heyrt grínast með það að þú fáir ekki að taka þátt hér á næsta ári eftir að hafa unnið fjögur ár í röð, en muntu mæta hérna að ári? „Ég var búinn að ákveða sjálfur fyrir þessa keppni að ef það tækist að vinna í ár þá myndi ég vera sem dómari á næsta ári. Þannig að þetta er komið gott, maður verður að hleypa öðrum að líka.“ Það var margt um manninn á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í dag. Vísir/Steingrímur Dúi
Matur Veitingastaðir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent