Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 19:17 Ása gagnrýndi yfirlýsingu Ásmundar í samtali við Vísi. Ása Skúladóttir/Vísir/Vilhelm Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira