Erlent

Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni

Heimir Már Pétursson skrifar
Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez forsætisráðherra sótti verulega á í kosningabaráttunni. Þá fékk Lýðflokkurinn mun minna fylgi en kannanir gáfu til kynna og töpuðu hálfri milljón atkvæða.
Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez forsætisráðherra sótti verulega á í kosningabaráttunni. Þá fékk Lýðflokkurinn mun minna fylgi en kannanir gáfu til kynna og töpuðu hálfri milljón atkvæða. AP/Manu Fernandez

Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær.

Flokkar yst á hægri vængnum fengu minna fylgi en spáð hafði verið en Íhaldsflokkurinn er stærsti flokkurinn á þingi.

Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez's forsætisráðherra kom einnig mun betur út úr kosningunum en kannanir höfðu gert ráð fyrir. 

Hægrimenn hafa hins vegar meirihluta í efri deild þingsins og því gæti vinstri stjórn gengið illa að koma málum þar í gegn. Moisés Ruiz prófessor við Madrídarháskóla telur aðrar kosningar eina kostinn í stöðunni.

„Í neðri deildinni styrkti einn leiðtoginn stöðu sína, það er að segja Pedro Sanchez forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins. Hann gæti náð samningum og myndað meirihluta í þinginu. Þar þarf 176 þingmenn. En í öldungadeildinni hefur Lýðflokkurinn meirihluta og útgjaldaþakið þarf til dæmis að fá samþykki öldungadeildarinnar, mörg lög verða að fá staðfestingu í öldungadeildinni. Þetta getur sett lagasetningu í uppnám. Útkoman verður að koma í ljós," segir Ruiz.


Tengdar fréttir

At­kvæði hafa verið talin: Patt­staða á Spáni og hugsan­leg stjórnar­kreppa

Enginn flokkur getur hrósað sigri í spænsku þing­kosningunum í dag. Þetta varð ljóst eftir að talningu atkvæða lauk nú á ellefta tímanum á íslenskum tíma. Hægri flokkurinn, Lýð­flokkurinn er stærsti flokkurinn þegar öll at­kvæði hafa verið talin, en Sósíal­ista­flokkurinn kemur í hum­átt á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×