Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:31 Ísak Bergmann er spenntur fyrir því að mæta Breiðabliki. Stöð 2 „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira
FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00