Innlent

Eldurinn kviknaði sennilega út frá rafhlöðu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Valgeir Baldursson er forstjóri Terra.
Valgeir Baldursson er forstjóri Terra. vísir

Forstjóri Endurvinnslustöðvarinnar Terra segir búnað og tæki hafa sloppið vel úr eldsvoða sem kviknaði í skemmu stöðvarinnar í nótt. Hann segir líklegast að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér út frá rafhlöðu í ruslinu.

Eldurinn kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga.

„Lang oftast er það því miður ástæðan. Rafhlöður og raftæki eru settar í almennt rusl og þá verður mikil hætta að það verði sjálfkveikja úr því. Af myndum að dæma kemur þetta líklega frá rafhlöðu,“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Terra í samtali við fréttastofu. 

Engin slys urðu á fólki en hann bætir við að eldsvoðinn hafi óveruleg áhrif á starfsemi fyrirtækisins.

„Við erum þarna með óflokkað efni en það var mjög lítið efni inni og það gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ég hugsa að rannsókn sé að mestu lokið.“

Næstu dagar fara í það að ná utan um tjón, að sögn Valgeirs.


Tengdar fréttir

Eldur kviknaði í mót­töku­­stöð Terra í nótt

Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×