Enn er mikill kraftur í eldgosinu á Reykjanesi. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. Íbúar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar eru að ærast af hávaða frá miklu þyrluflugi með ferðamenn upp að gosinu.
Við kynnum okkur áform um rafvæðingu hafna á Vestfjörðum þar sem fólk býr við mikið óöryggi í orkumálum. Ísafjarðarhöfn er þriðja vinsælasta höfn landsins fyrir skemmtiferðaskip.
Og við kynnumst hundinum Stormi Snæ sem veit ekkert skemmtilegra en þeytast um landið með eigendum sínum á mótorhjóli.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.